lau 25. apríl 2020 09:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea skoðar Aubameyang - Di Maria aftur til United?
Powerade
Á leið til Chelsea?
Á leið til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria lék fyrir Man Utd 2014/15 tímabilið.
Angel Di Maria lék fyrir Man Utd 2014/15 tímabilið.
Mynd: Getty Images
Þá er það slúðrið á þessum magnaða laugardegi.

Chelsea er að fylgjast með stöðu Pierre-Emerick Aubameyang (30) hjá Arsenal og vonast til að geta reynt að fá sóknarmanninn í sumar. (ESPN)

Barcelona og Inter fylgjast líka með Aubameyang, en félög telja að Arsenal gæti þurft að selja hann á útsöluverði. (Telegraph)

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í Aubameyang. (Mail)

Chelsea hefur þá haft samband við franska félagið Lille vegna nígeríska sóknarmannsins Victor Oshimen (21). (Le10Sport)

Meira af Chelsea sem undirbýr sig fyrir að halda í spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga (25) þrátt fyrir að hafa áhuga á Gianluigi Donnarumma (21), markverði AC Milan. (Mail)

Paris Saint-Germain hefur boðið Manchester United að fá Angel Di Maria (32) aftur sem hluta af tilboði fyrir Paul Pogba (27). PSG er einnig tilbúið að senda Julian Draxler (26) til United. (Calciomercato)

Markus Krosche, yfirmaður knattspyrnumála hjá RB Leipzig, segist engin tilboð hafa fengið í sóknarmanninn Timo Werner (24) undanfarnar vikur þrátt fyrir meintan áhuga frá félögum eins og Liverpool og Barcelona. (Goal)

Houssem Aouar (21), miðjumaður Lyon, er vægast sagt eftirsóttur. Manchester City, Paris Saint-Germain og Juventus eru á eftir honum. (RMC Sport)

Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, vill fá að minnsta kosti 80 milljónir evra fyrir miðjumanninn Fabian Ruiz (24) sem er meðal annars á óskalista Man City. (Teamtalk)

Everton hefur haft samband við Barcelona vegna bakvarðarins Emerson (21), sem er í augnablikinu á láni hjá Real Betis. (Sport)

Everton vill fá Philippe Coutinho (27) á láni fyrir næstu leiktíð. Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur einnig mikinn áhuga á að fá Coutinho í sitt lið. (Sport)

Roma er tilbúið að bjóða Dries Mertens (32), sóknarmanni Napoli, þriggja ára samning, en samningur Mertens við Napoli rennur út í sumar. (Corriere dello Sport)

Dani Ceballos (23), miðjumaður sem er í láni hjá Arsenal frá Real Madrid, segir að búið sé að fullvissa sig um að framtíð sín sé á Santiago Bernabeu. (Evening Standard)

Aston Villa og Crystal Palace lýta hýru auga til Fabio Borini (29), sóknarmanns Hellas Verona. Borini var áður fyrr á mála hjá Liverpool. (L'Arena)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner