Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. apríl 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk símtal frá Moyes eftir að hafa jafnað sig á kórónuveirunni
Moyes gerir góðverk.
Moyes gerir góðverk.
Mynd: Getty Images
Hin 86 ára gamla Iris Burroughs fékk óvænt símtal eftir að hafa jafnað sig á kórónuveirunni.

Iris hefur haldið með West Ham allt sitt líf, en David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, hringdi í hana.

Moyes bauð henni að koma á leik þegar fótbolti verður kominn aftur í eðlilegt horf. „Hann var mjög vingjarnlegur og hann hringdi í mig því að hann vissi að ég hef verið með veiruna. Hann vildi kanna stöðuna á mér," sagði Iris við heimasíðu West Ham.

„Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta verður mjög spennandi," sagði Iris jafnframt.

Moyes hefur nýtt tímann til góðra verka á meðan frí er í fótboltanum í Englandi vegna kórónuveirunnar. Ásamt því að hringja í stuðningsmenn og kanna stöðuna á þeim, þá hefur skoski knattspyrnustjórinn í vikunni unnið við að keyra ávexti og grænmeti heim til eldri borgara. Mjög vel gert hjá honum.

Athugasemdir
banner
banner
banner