Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. apríl 2020 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hljóp maraþon fyrir meistaraflokka Stjörnunnar
Almar Guðmundsson.
Almar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu daga hafa íþróttafélög á Íslandi notið góðs af áheitaleikjum á samfélagsmiðlum. Kórónuveiran kemur til með að hafa áhrif á fjárhag félaga út um allan heim.

Almar Guðmundsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, tók styrktarleik Stjörnunnar upp í nýjar hæðir með því að hlaupa heilt maraþon í morgun.

„Takk fyrir stuðninginn kæru vinir. Ég hleyp 42,2 km í fyrramálið til styrktar meistaraflokka Stjörnunnar í knattspyrnu karla og kvenna. Þegar hafa safnast um 600þúsund krónur eða næstum því 15 þúsund krónur á hvern kílómetra. Við vonum að eitthvað bætist við enda ennþá galopið fyrir framlög," skrifaði Almar á Facebook í gær.

Í morgun hljóp hann svo maraþon, heila 42,2 kílómetra á þremur klukkustundum og 28 mínútum og safnaði í leiðinni dágóðum pening fyrir félagið sitt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner