Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. apríl 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ítölsk félög gefa ríkisstjórninni veirupróf til að hefja æfingar
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að æfingar liða í efstu deild munu líklegast fara aftur af stað í maí og deildin því fara aftur í gang í seinni hluta júní ef allt gengur að óskum.

Ríkisstjórnin er sögð hafa samþykkt tillögu frá Serie A með einu skilyrði, að félög gefi fimm kórónuveirupróf í þágu almennings fyrir hvert próf sem leikmenn taka.

Æfingar yrðu ekki með hefðbundnu sniði. Aðeins þrír leikmenn mega deila klefa samtímis og strangar reglur munu gilda um aðbúnað og þrifnað.

Ítölsku félögin eru sögð hafa samþykkt þetta skilyrði og að æfingar fari aftur af stað 4. maí eða nokkrum dögum síðar.

Þýska deildin stefnir í að vera fyrsta af stóru deildum Evrópu til að hefja leik aftur eftir að allt var stöðvað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner