Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. apríl 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan mun ráða Rangnick fyrir næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur verið að reyna að koma sér aftur í hóp meðal bestu liða Ítalíu undanfarin ár, þó án mikils árangurs. Félagið hefur tvisvar skipt um eigendur á þremur árum og háum fjárhæðum varið í misheppnaða endurbyggingu liðsins.

Stefano Pioli var ráðinn síðasta október til að taka við af Marco Giampaolo en stjórnendur Milan telja hann ekki vera réttasta manninn fyrir framtíðina.

Ralf Rangnick, fyrrum þjálfari RB Leipzig, Schalke, Hoffenheim og Stuttgart meðal annars, á að taka við keflinu samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Rangnick hefur aldrei starfað á Ítalíu og er að læra tungumálið þessa dagana á afar ströngu námskeiði þar sem hann tileinkar lærdóminum sex klukkustundir á hverjum degi.

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Milan, vill ólmur fá Rangnick til félagsins. Þýski þjálfarinn mun fá mikið frelsi til að breyta eftir sínu höfði þar sem enginn yfirmaður íþróttamála er hjá félaginu eftir að Zvonimir Boban var rekinn í mars. Rangnick myndi sjálfur sinna því hutverki samhliða þjálfuninni, en í dag starfar hann sem yfirmaður íþróttamála fyrir Red Bull og sinnir hlutverkum fyrir RB Leipzig og Salzburg.

Samningur Rangnick við Leipzig rennur út sumarið 2021.
Athugasemdir
banner
banner