Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
banner
   lau 25. maí 2019 20:56
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þurfum að auka breiddina
Arnar Gunnlaugs leitar enn af sínum fyrsta deildarsigri
Arnar Gunnlaugs leitar enn af sínum fyrsta deildarsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn KR í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

„Ég er gríðarlega svekktur með að tapa þessum leik. Það var gott tækifæri til að vinna KR í dag og leikplanið gekk upp að vissu leyti. Við dómineruðum possession allan leikinn án þess að fá dauðafæri." sagði Arnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 KR

Eins og Arnar segir voru Víkingur mikið meira með boltann án þess að ná að skapa sér neitt af viti en vörn KR var gríðarlega góð í dag.

„Það er ekki oft sem að maður sér KR jafn neðarlega sem að segir að þeir voru að sýna okkur virðingu. Þeir skora snemma leiks sem að gaf þeim adrenalín kick í nokkrar mínútur en eftir það vorum við flottir."

Gary Martin, fyrrverandi leikmaður Víkings, hefur verið mikið til umræðunnar undanfarnar vikur en hann er laus allra mála frá Val. Arnar segir það vel koma til greina að Víkingur reyni að fá hann aftur.

„Þetta er bara mál sem að við þurfum að skoða. Gary er náttúrulega góður leikmaður sem að þekkir Víking og það er ekkert launungamál að við þurfum að auka breiddina." sagði Arnar meðal annars um málið.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner