þri 25. maí 2021 12:07
Elvar Geir Magnússon
33 manna hópur Englands - Trent er inni en ekki Pope
Ben White og Ben Godfrey í hópnum
Trent Alexander-Arnold er í 33 manna hópnum.
Trent Alexander-Arnold er í 33 manna hópnum.
Mynd: Getty Images
Nick Pope missir af EM.
Nick Pope missir af EM.
Mynd: Getty Images
Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa.
Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt 33 manna úrstakshóp fyrir EM alls staðar. Eftir viku verður svo 26 manna lokahópur tilkynntur.

Eric Dier (Tottenham) og Danny Ings (Southampton) eru ekki í þessum 33 manna hópi en þar má hinsvega finna Ben Godfrey (Everton) og Ben White (Brighton).

Trent Alexander-Arnold í Liverpool er í þessum hópi sem kemur saman til undirbúnings í þessari viku. Mikil umræða hefur verið í gangi um hvort hann muni sleppa í lokahópinn.

Nick Pope, markvörður Burnley, er ekki meðal fjögurra markvarða og því ljóst að hann mun missa af EM vegna meiðsla. Sam Johnstone (West Brom) og Aaron Ramsdale (Sheffield United) eru meðal markvarða í úrtakshópnum.

Ekkert pláss er fyrir Patrick Bamford, sóknarmann Leeds.

Upphaflega ætlaði Southgate að tilkynna 23 manna lokahóp í dag. Ástæður fyrir því að hann frestar valinu er meðal annars þátttaka Manchester United, Manchester City og Chelsea í úrslitaleikjum Evrópu- og Meistaradeildarinnar en þeir leikir fara fram í þessari viku.

Þá er óvissa með meiðsli leikmanna á borð við Harry Maguire, fyrirliða Manchester United og Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool.

England hefur leik á EM gegn Króatíu þann 13. júní en fyrir mótið mun liðið spila vináttulandsleiki gegn Austurríki 2. júní og Rúmeníu 6. júní. Auk Króatíu er England með Skotland og Tékklandi í riðli á EM.

Markvörður: Dean Henderson (Manchester United), Sam Johnstone (West Brom), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Sheffield United).

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (Wolves), Ben Godfrey (Everton), Reece James (Chelsea), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kirena Trippier (Atletico Madrid), Kyle Walker (Manchester City), Ben White (Brighton).

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Aston Villa), Jordan Henderson (Liverpool), Jesse Lingard (Manchester United), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Leeds), Declan Rice (West Ham), Bukayo Saka (Arsenal) Jadon Sancho (Borussia Dortmund), James Ward-Prowse (Southampton).

Sóknarmenn: Dominic Calvert-Lewin (Everton), Mason Greenwood (Manchester United), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Manchester United), Raheem Sterling (Manchester City), Ollie Watkins (Aston Villa).


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner