Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. maí 2021 13:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Addi um Stjörnuna: Stigasöfnun ekki í samræmi við spilamennsku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur ekki farið vel af stað í Pepsi Max-deildinni í sumar og eru á botni deildarinnar eftir sex leiki.

Liðið hefur aðeins sótt tvö stig í fyrstu sex leikjunum og í gær var niðurstaðan 0-1 tap gegn KA. Hægt er að lesa um þann leik með því að smella hérna.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, fór í viðtal eftir leikinn í gær. Hann segir að Stjarnan eigi að vera með fleiri stig en raun ber vitni, ef miðað er við spilamennskuna.

„Ég er búinn að sjá alla leikina hjá Stjörnunni og ég held að stigasöfnun hjá þeim sé ekki alveg í samræmi við spilamennskuna," sagði Arnar.

„Í öllum leikjum hafa þeir staðið sig mjög vel fyrir utan seinni hálfleikinn á móti Breiðablik. Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt."

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, fannst lið sitt sterkari aðilinn í gær. „Í heildina vorum við að spila vel á köflum og vorum að skapa okkur góðar stöður og sköpuðum okkur góð færi til að klára þennan leik en það er lítið að detta með okkur þessa dagana og það var eins í dag," sagði Þorvaldur en bæði viðtöl má sjá hér að neðan.
Toddi um hvort Stjarnan þurfi sóknarmann: Nægur tími í vetur til að gera hlutina
Arnar Grétars: Við viljum meira
Athugasemdir
banner
banner