þri 25. maí 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Kári má reyna, hann má reyna fá þá báða
Aron og Ragnar á landsliðsæfingu í mars
Aron og Ragnar á landsliðsæfingu í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson hafa æft með Víkingi að undanförnu. Báðir eru þeir reyndir landsliðsmenn.

Arnar Gunnlaugsson. þjálfari Víkings, var til viðtals eftir jafntefli gegn Fylki í kvöld. Hann var spurður út í þá Aron og Ragga.

Ertu að reyna að búa til landslið á æfingu?

„Það er frábært að fá þessa stráka á æfingu, þeir koma til okkar og gefa þvílíkt mikið af sér. Líka fyrir okkar ungu stráka að læra af þeim. Hvernig þeir haga sér innan vallar og utan. Þeir eru alltaf velkomnir. Það er frábært upp á gæði æfinganna, ég fagna þessu og frábært að fá þá (á æfingar)," sagði Arnar.

Eru einhverjar líkur á að fá annan þeirra til að skrifa undir? Kári sagðist ætla reyna sannfæra Ragga (sjá viðtal við Kára neðst).

„Ég held að það sé ekki séns, Kári má reyna. Hann má reyna fá þá báða," sagði Arnar léttur að lokum.

Viðtölin við Arnar og Kára má sjá hér að neðan.
Arnar: Ég hefði orðið brjálaður sjálfur
Kári Árna: Ég mun reyna að plata Ragga til að koma!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner