Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. maí 2021 19:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Azpilicueta sleppur við þriggja leikja bann
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta, leikmaður Chelsea, fékk að líta rauða spjaldið gegn Aston Villa á sunnudaginn.

Chelsea ákvað að áfrýja þeim dómi og dró aganefnd úrvalsdeildarinnar spjaldið til baka.

Azpilicueta hefði byrjað næstu leiktíð í þriggja leikja banni vegna spjaldsins en sleppur við það.

Azpilicueta fékk spjaldið fyrir að slá Jack Grealish, leikmann Aston Villa, seint í leiknum. Niðurstaðan var sú að þetta hafi verið óviljaverk hjá Cesar.

Chelsea tapaði leiknum 2-1 á Villa Park en endaði í fjórða sæti deildarinnar og náði sínu markmiði að tryggja Meistaradeildarsæti.

Azpilicueta verður með spænska landsliðinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner