þri 25. maí 2021 11:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breyttar reglur og fleiri leyfðir - Áfram grímuskylda
Það verða fleiri áhorfendur en þetta á Meistaravöllum í dag.
Það verða fleiri áhorfendur en þetta á Meistaravöllum í dag.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Í dag tók ný reglugerð gildi er varðar sóttvarnalög sem heimilar fleiri áhorfendur á íþróttaleikjum.

Í dag mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi, í stað 150 áður, á íþróttakappleikjum á Íslandi. Ljóst er að þessi breyting er stórt skref fyrir íslensk fótboltafélög.

Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra.

Það er slakað á grímuskyldu í verslunum og á vinnustöðum, en grímuskylda mun áfram gilda á íþróttaviðburðum og gilda sömu reglur um þá og aðra viðburði þar sem áhorfendur sitja í númeruðum sætum. Veitingasala í hálfleik verður leyfð.

Það eru þrír leikir í Pepsi Max-deildinni og segir KR meðal annars frá því á Twitter að félagið geti tekið á móti 900 áhorfendum í dag.

Pepsi Max-deild karla
19:15 KR-HK (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
19:15 Leiknir R.-FH (Domusnovavöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner