Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 25. maí 2021 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan fékk heilahristing - Fór í sjúkrabíl en er á leið heim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Fylkis, fékk heilahristing undir lok leiks Víkings og Fylkis í kvöld. Dagur lenti í samstuði og var tekinn af velli í kjöfarið, þó eftir að hafa reynt að sannfæra menn um að hann gæti haldið leik áfram.

Blessunarlega var honum ekki hleypt aftur inn á og var hann í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl uppa á sjúkrahús.

Fótbolti.net sagði skilaboð á Dag í kvöld og svaraði hann skömmu seinna. „Líðanin er þokkaleg, er þó með mikinn hausverk."

„Nei, ég fer heim núna," sagði Dagur upp úr klukkan hálf tólf í kvöld.

„Dagur Dan fær hér höfuðhögg en hann er hálfvaltur hérna sýnist mér svo þetta lítur alls ekki vel út. Hann er að fara koma útaf og vonandi jafnar hann sig sem allra fyrst," skrifaði Egill Sigfússon í textalýsingu frá leiknum í kvöld.

Viðtal við Atla Svein, þjálfara Fylkis, má sjá hér að neðan.
Atli Sveinn: Kannski best að láta meiddan mann liggja á vellinum til að fá skiptinguna
Athugasemdir
banner
banner