Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 25. maí 2021 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Donnarumma í viðræðum við Barcelona og Juventus
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er mjög eftirsóttur um þessar mundir enda er samningur hans við AC Milan að renna út í sumar og ætlar hann ekki að framlengja samkvæmt ítölskum miðlum.

Hann og umboðsmaður hans, Mino Raiola, eru sagðir í viðræðum við bæði Juventus og Barcelona.

Mike Maignan er að koma til AC Milan frá Lille og það gefur sterklega til kynna að Donnarumma sé á leið burt.

Juventus var líklegasti áfangastaður Donnarumma en samkvæmt ítölskum miðlum er Barcelona tilbúið að bjóða sömu laun og Juventus.

Donnarumma er uppalinn hjá AC Milan og lék sinn fyrsta leik hjá félaginu í október 2015 þá 16 ára gamall. Hann er 22 ára og aðalmarkvörður ítalska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner