Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. maí 2021 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef ég þekki hann rétt er hann brjálaður að vera ekki búinn að skora"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kjartan Henry Finnbogason hefur komi við sögu í tveimur leikjum með KR frá komu sinni til félagsins fyrr í mánuðinum. Hann kom til KR frá Esbjerg í Danmörku á gluggadeginum.

Kjartan kom inn á sem varamaður gegn Val fyrir rúmri viku síðan og byrjaði gegn FH á laugardag. Í hvorugum leiknum hefur hann náð að skoða.

Kjartan var til umræðu í upphitunarþættinum fyrir leiki kvöldsins í Pepsi Max-deildinni á Stöð 2 Sport.

„Hann kemur ekki bara með kraft heldur líka með attitjúd. Hann er alltaf í mynd, það er alltaf eitthvað að gerast í kringum Kjartan Henry. Ef ég þekki hann rétt þá er hann brjálaður að vera ekki búinn að skora núna í einum og hálfum leik," sagði Guðmundur Benediktsson, þáttarstórnandi.

„Hann er búinn að koma sér í stöður og búinn að gera andstæðinga brjálaða. Hann er búinn að koma sér í færi til að skora," sagði Reynir Léosson, séfræðingur í þættinum.

„Ég held að það sé klárt að það sé tímaspursmál hvenær hann skorar. Hann er að koma beint úr tímabili og ég hef trú á því að hann komi inn líkt og Eggert kom inn í lið FH í fyrra. Komi inn og breyti öllu," sagði Atli Viðar Björnsson.

Kjartan Henry er í byrjunarliði KR gegn HK í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner