Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. maí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eru ekkert eðlilega lélegir í vörn"
Það hefur ekki gengið vel hjá HK á tímabilinu.
Það hefur ekki gengið vel hjá HK á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur ekki farið vel af stað í Pepsi Max-deildinni í sumar, liðið er aðeins með tvö stig eftir fyrstu fimm leikina.

Rætt var um vandræði HK í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Þeir eru aðeins að gera mann að fífli. Ég hef minnst á það áður að maður skyldi ekki í veröldinni hvernig HK ætti að enda fyrir aftan Víking og Fylki, út af hreinlega einni bestu vörninni í deildinni - þeir byggja á vörn," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Þeir eru ekkert eðlilega lélegir í vörn; Martin Rauschenberg hefur ekkert getað, Arnar ver ekki skot, Birkir Valur er á bekknum, Herra HK Leifur er á bekknum. Þeir eru ekkert eðlilega lélegir í vörn. Þetta er lið sem vinnur nánast fótboltaleiki sína á varnarleik."

„Þetta er eitt af þessum óvæntu hlutum í þessari deild. Þetta er miklu verri byrjun en maður átti von á," sagði Gunnlaugur Jónsson. „Liðið ætti að vera sterkara en í fyrra."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner