Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. maí 2021 14:55
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Eru svo fallnir að þetta er búið í þriðju umferð"
Lengjudeildin
Þetta er búið að vera erfitt hjá Ólsurum.
Þetta er búið að vera erfitt hjá Ólsurum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur farið erfiðlega af stað í Lengjudeild karla í sumar. Liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sannfærandi með markatöluna 4:12.

Það er ákveðið verkefni í gangi á Ólafsvík en það er hægt að lesa um það meira með því að smella hérna.

Þetta hefur ekki byrjað vel hjá Gunnari Einarssyni, þjálfara liðsins, en það var rætt um Ólsara í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Víkingur Ólafsvík hefur í þremur leikjum alltaf lent 3-0 undir og þeir náðu lengst að halda út í þessum (gegn Kórdrengjum), þangað til á 41. mínútu. Þeir hafa fengið á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik í öllum leikjum. Þetta er ótrúlega döpur byrjun," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Við höfum séð svona. Við höfum séð Völsung og fleiri lið lenda í svona þvælu, algjört þrot," sagði Tómas Þór Þórðarson. „Ef ég myndi gefa þér núna - miðað við hvernig þetta hefur farið af stað - yfir/undir 2,5 sigrar?"

„Undir," svaraði Elvar Geir og var Tómas sammála. „Ég hef séð þetta áður og við höfum séð þetta áður. Ég er ekki viss um að Víkingur Ólafsvík vinni fótboltaleik. Það er ekkert gefið. Kannski heimaleikur á móti Þrótti eða eitthvað. Hvaða fótboltaleik ætlar Ólafsvík að vinna með þetta lélega fótboltalið? Þeir eru svo fallnir að þetta er búið í þriðju umferð," sagði Tómas.

„Auðvitað er þetta ekki gaman. Gunni Einars er toppmaður og hefur spilað fyrir bæði félögin okkar. Þú þekkir hann mjög vel, algjör eðalmaður. Okkur þykir vænt um Ólafsvík. Þorsteinn Haukur, stórfélagi okkar, er framkvæmdastjóri þarna. Ejub er góður félagi okkar. Manni líður eiginlega aldrei betur en þegar maður kemur í Ólafsvík. Maður verður samt að tala um hlutina eins og þeir eru og þetta er lélegasta fótboltaliðið í efstu tveimur Íslands í dag, og 'by a mile'. Því miður."

„Gunni tekur séns á að taka unga stráka sem hann vill gefa tíma á að byggja upp. Kannski er bara fínt að gera það í annarri deild. Þetta er engin urðun yfir það sem er í gangi þarna, liðið er bara lélegt og það þarf ekki annað en að benda á úrslitin," sagði Tómas.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner