Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. maí 2021 12:35
Elvar Geir Magnússon
Færeyski landsliðshópurinn gegn Íslandi - Gunnar ekki en Kaj Leo valinn á ný
Kaj Leo í Bartalsstovu.
Kaj Leo í Bartalsstovu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Færeyska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Íslandi þann 4. júní í vináttulandsleik í Þórshöfn.

Einn leikmaður úr Pepsi Max-deildinni er í hópnum en það er Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmaður Vals. Kaj Leo var ekki valinn í leiki Færeyja í undankeppni EM fyrr á þessu ári en fær nú kallið á ný.

Gunnar Nielsen, markvörður FH, er ekki í hópnum. Sagt er að hann hafi ekki gefið kost á sér af persónulegum ástæðum en einnig er umræða um að landsliðsþjálfarinn hafi viljað skoða Teit Gestsson, markvörð Færeyjameistara HB, betur í þessu verkefni.

Rene Joensen, Sonni Ragnar Nattestad og Brandur Olsen eru í hópnum en þeir léku allir í íslensku deildinni.

Landsliðshópur Færeyja:
Teitur Gestsson, HB
Tórður Thomsen, NSÍ
Mattias Heðinsson Lamhauge, B36
Gilli Rólantsson Sørensen, Odd Ballklubb
Rene Joensen, HB
Viljormur Davidsen, Vejle BK
Ári Mohr Jónsson, Sandnes ULF
Sonni Ragnar Nattestad, Dundalk FC
Odmar Færø, KÍ
Heini Vatnsdal, KÍ
Rógvi Baldvinsson, Bryne BK
Sølvi Vatnhamar, Víkingur
Kaj Leo í Bartalsstovu, Valur
Meinhard Egilsson Olsen, Bryne BK
Gunnar Vatnhamar, Víkingur
Brandur Olsen, Helsingborg IF
Heðin Hansen, HB
Tróndur Jensen, NSÍ
Hallur Hansson, AC Horsens
Petur Knudsen, NSÍ
Klæmint Andrasson Olsen, NSÍ
Jóan Símun Edmundsson, DSC Arminia Bielefeld
Andreas Lava Olsen, Víkingur
Athugasemdir
banner
banner