Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. maí 2021 20:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn kom gestunum yfir en hinn fyrirliðinn jafnaði strax
Matti Villa
Matti Villa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir og FH eigast við á Domusnova vellinum í Breiðholti í Pepsi Max-deild karla þessa stundina. Staðan er 1-1 í leiknum þegar flautað hefur verið til hálfleiks.

FH komst yfir á 21. mínútu leiksins þegar fyrirliðið FH, Matthías Vihjálmsson, skoraði eftir undirbúning Steven Lennon. Mínútu seinna var fyrirliði Leiknis, Sævar Atli Magnússon, búinn að jafna leikinn eftir undirbúning frá Emil Berger.

„Lennon beið ekki neinna boða, fer beint á Arnór og flýgur framhjá honum, leggur inn í gegnum teiginn og Matti teygir sig í boltann, hittir hann illa og það er vafi hvort þessi var inni. Aðstoðardómarinn mat svo vera og gestirnir komnir yfir," skrifaði Magnús Þór Jónsson á 21. mínútu í beinni textalýsingu frá vellinum.

Arnór Ingi Kristinsson var nýkominn inn á sem varamaður fyrir meiddan Gyrði Hrafn Guðbrandsson.

„Þetta stóð alveg í mínútu. FH droppa af Berger á miðsvæðinu og hann teiknar sendingu yfir Pétur, þar er Sævar á auðum sjó og sendi boltann yfirvegað í fjærhornið!" skrifaði svo Magnús á 22. mínútu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu


Sævar Atli
Athugasemdir
banner
banner