Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson segir Leeds hafa sýnt vanvirðingu
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn Leeds hafi sýnt vanvirðingu með bolum sem þeir klæddust í upphitun fyrir leik liðanna í síðasta mánuði.

Leikurinn var degi eftir að tilkynnt var um að Ofurdeildin yrði stofnuð. Fótboltaaðdáendur tóku ekki vel í hugmyndina og það gerðu Leedsarar ekki heldur.

Á bolunum stóð að fótbolti væri fyrir stuðningsmenn og gefið var í skyn að knattspyrnufélög verði að vinna sér inn réttinn til að spila gegn bestu liðum heims í Meistaradeildinni. Það sé ekki réttmætt að borga fyrir þann rétt.

Leikmenn Liverpool fundu þessa boli í búningsklefanum sínum fyrir upphitun en þeir klæddust þeim ekki.

Henderson var á móti Ofurdeildinni en hann segir að bolirnir hafi falið í sér vanvirðingu.

„Þeir sýndu vanvirðingu með bolunum," sagði Henderson við New York Times. „Leikmennirnir gerðu ekki neitt, þetta var ekki eitthvað sem við vildum."

Það var hætt við Ofurdeildina nokkrum dögum eftir að hún var stofnuð eftir mótmæli fótboltaáhugafólks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner