Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Hvar þurfa stóru sex að styrkja sig í sumarglugganum?
Er Sven Botman rétti maðurinn í vörn Manchester United?
Er Sven Botman rétti maðurinn í vörn Manchester United?
Mynd: Getty Images
Konate gæti farið til Anfield.
Konate gæti farið til Anfield.
Mynd: Getty Images
Mirror er með samantekt í dag þar sem farið er yfir hvar þörfin er mest hjá sex stærstu félögum ensku úrvalsdeildarinnar að styrkja sig í sumarglugganum.

Ole Gunnar Solskjær hefur ekki farið leynt með það að hann vilji nýjan miðvörð til Manchester United, mann við hlið fyrirliðans Harry Maguire. Hollendingurinn Sven Botman hjá Lille hefur verið nefndur og einnig Argentínumaðurinn Cristian Romero sem lék fyrir Atalanta á láni frá Juventus.

Liverpool mun líklega einnig reyna að fá inn miðvörð en mikil meiðslavandræði herjuðu á liðið á tímabilinu. Nat Phillips og Rhys Williams stóðu sig vel í afleysingum en eru ekki í framtíðarhugsun Jurgen Klopp. Líklegt er talið að Liverpool muni tryggja sér Ibrahima Konate, miðvörð RB Leipzig.

Markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er ekki Timo Werner, Kai Havertz eða Hakim Ziyech... það er varnartengiliðurinn Jorginho. Chelsea vill fá inn nýjan sóknarmann og Erling Haaland hjá Borussia Dortmund er efstur á óskalistanum.

Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City vilja einnig fá inn sóknarmann en Sergio Aguero er á förum eins og frægt er. Haaland hefur verið nefndur og þá er City talið líklegasti áfangastaður Harry Kane. Svo er spurning hvort Robert Lewandowski vilji takast á við nýja áskorun og endurnýja kynni sín af Guardiola?

Ef Kane yfirgefur Tottenham þarf nýr knattspyrnustjóri liðsins (hver sem það verður) að fá inn mann til að fylla skarðið sem myndast. Ensku götublöðin segja að félagið sé að horfa til Tammy Abraham, Danny Ings, Dominic Calvert-Lewin og Paulo Dybala. En allt veltur þetta á því hvort Kane fari.

Dani Ceballos og Martin Ödegaard snúa aftur til Real Madrid úr láni hjá Arsenal og Mikel Arteta þarf að fá inn sóknarmiðjumann fyrir næsta tímabil. Hinn ungi Emile Smith Rowe hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína á tímabilinu en hann er bara kominn með eitt mark og Arsenal vill leikmann sem getur skilað því sama og Mesut Özil gerði eitt sinn. Þýski landsliðsmaðurinn Julian Brandt hefur verið orðaður við félagið en hann hefur ekki unnið sér inn fast sæti hjá Borussia Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner