Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Joaquin spilar 40 ára í La Liga
Joaquin.
Joaquin.
Mynd: Getty Images
Joaquin hefur framlengt samningi sínum við Real Betis um eitt tímabil í viðbót en hann verður 40 ára gamall í júlí.

Joaquin verður því í eldlínunni í La Liga á næsta tímabili.

Þessi fyrrum vængmaður spænska landsliðsins er elsti markaskorari í efstu deild á Spáni en hann skoraði gegn Alaves þann 8. mars, þegar hann var 39 ára, sjö mánaða og fimm daga gamall.

Joaquin er uppalinn hjá Real Betis en hefur einnig leikið fyrir Valencia og Malaga.

Hann er í öðru sæti yfir flesta leiki í La Liga en hann hefur spilað 579 leiki. Andoni Zubizarreta, fyrrum markvörður Barcelona, lék 622 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner