Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. maí 2021 21:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári í áhættuhópi - „Ekki til í að fórna síðasta hluta ferilsins ef ég skildi fá Covid"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason staðfesti í kvöld að hann hefði dregið sig úr landsliðshópnum fyrir komandi verkefni gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi.

Ástæðan er sú að hann er í áhættuhópi og vill ekki taka sénsinn á að hann fái Covid en hann segist að sjálfsögðu vera klár í næstu landsliðsverkefni.

„Já, það er nú bara útaf ég er í áhættuhópi, ég er astmasjúklingur og ég er ekki til í að fórna síðasta hluta ferilsins ef ég skildi fá Covid og það er svona ástæðan fyrir að ég sagði mig úr honum," sagði Kári.

„Ef ég hefði verið bólusettur hefði ég mætt með bjöllur á en þetta er staðan, það er bara of mikið undir fyrir mig persónulega og Víking líka," sagði Kári.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Kári Árna: Ég mun reyna að plata Ragga til að koma!
Athugasemdir
banner
banner
banner