Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. maí 2021 13:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsfyrirliðinn líka að æfa með Víkingi
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sagt frá því í útvarpsþættinum á laugardag að Ragnar Sigurðsson væri að æfa með Víkingi.

Ragnar er án félags og hefur verið það frá því hann yfirgaf Rukh Lviv í Úkraínu fyrr á þessu ári. Elvar Geir Magnússon sagði í útvarpsþættinum síðasta laugardag að félög í Svíþjóð og Tyrklandi hefðu verið að skoða að fá hann en hann hefur verið að æfa á Íslandi undanförnu.

„Raggi Sig er búinn að vera að æfa aðeins með Víkingi," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Hann er þar að æfa með félaga sínum í vörn íslenska landsliðsins, Kára Árnasyni - leikmanni Víkings.

Það eru ekki bara tveir landsliðsmenn á æfingum Víkings þessa dagana því landsliðsfyriliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur víst einnig verið að æfa með þeim. Frá þessu var sagt í The Mike Show um helgina og í Dr Football í dag.

„Fyrirliðinn var á æfingu í Víkinni," sagði Kristján Óli Sigurðsson í Dr Football en ekki eru miklar líkur á því að þeir semji við Víking.

Aron hefur spilað með Al Arabi í Katar frá 2019. Aron hefur spilað stórt hlutverk í liðinu frá því hann kom frá Cardiff á Englandi. Hann er 32 ára og hefur verið að æfa og spila í góðu um hverfi í Katar. Samkvæmt Transfermarkt þá rennur samningur hans við Al Arabi í júní en samkvæmt 433 þá er Al Arabi með klásúlu um að framlengja þann samning.
Athugasemdir
banner