Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. maí 2021 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liggja á bæn vegna Thomas Mikkelsen
Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen.
Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Mikkelsen, sóknarmaður Breiðablik, fór meiddur af velli gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku.

Hann var ekki með í gær þegar Breiðablik vann 2-3 sigur á ÍA á Akranesi.

Mikkelsen er einn besti sóknarmaður íslenska boltans og var hann búinn að skora fjögur mörk í fimm leikjum þegar hann meiddist. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var spurður út í stöðuna á danska sóknarmanninum eftir sigurinn á ÍA í gær.

„Við reynum að taka þetta viku frá viku. Þetta gæti tekið langan tíma en svo veit maður aldrei. Svo liggur maður á bæn og vonar að hlutirnir taki skemmri tíma, hann jafni sig hraðar en menn myndu búast við. Ég skal svara því eftir næsta leik hvernig staðan á honum verður en ég geri ekki ráð fyrir því að hann verði klár gegn KA," sagði Óskar Hrafn.

Róberi Orri fjarri góðu gamni
Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson var líka fjarri góðu gamni vegna meiðsla í gær.

„Hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Við verðum að reyna að hjúkra honum svo hann komist sem fyrst á völlinn," sagði Óskar um Róbert en allt viðtalið við þjálfara Blika má sjá hér að neðan.
Óskar Hrafn: Hefðum átt að gera út um leikinn fyrr
Athugasemdir
banner
banner