Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. maí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mkhitaryan í kuldanum hjá Armenum
Mynd: Roma
Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Roma, er ekki í landsliðshópi Armeníu sem spilar vináttulandsleiki gegn Króatíu og Svíþjóð í næsta mánuði.

Mkhitaryan er ekki meiddur og hann segist á Twitter ekki skilja ástæðurnar sem liggja að baki.

„Af einhverjum ástæðum þá var ekki valinn í hópinn fyrir næstu leiki. Það kemur mér á óvart," skrifar Mkhitaryan sem er stærsta nafnið í armenskum fótbolta.

„Ástæðurnar sem mér voru tjáðar eru ekki sannfærandi. Ég óska strákunum hins vegar það besta í komandi leikjum."

Mkhitaryan er 32 ára gamall og er fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, Manchester United og Arsenal. Í dag leikur hann með Roma á Ítalíu.

Mkhitaryan á að baki 88 landsleiki fyrir Armeníu og hefur í þeim skorað 30 mörk. Armenía er í riðli með Íslandi í udankeppni HM. Þeir lögðu okkar að velli, 2-0, í mars þar sem Mkhitaryan var ekki með.


Athugasemdir
banner
banner
banner