Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 25. maí 2021 21:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: Leiknir lagði FH, mikill hiti í Víkinni og KR missteig sig
Fyrirliðinn Sævar Atli sneri til baka eftir meiðsli og skoraði tvennu gegn FH!
Fyrirliðinn Sævar Atli sneri til baka eftir meiðsli og skoraði tvennu gegn FH!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stefan Ljubicic skoraði og fagnaði með Harden fagni
Stefan Ljubicic skoraði og fagnaði með Harden fagni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöttu umferðinni í Pepsi Max-deildinni lauk í kvöld með þremur leikjum. Víkingar og Leiknismenn unnu sigra en KR og HK skildu jöfn.

Atli Sigurjónsson skoraði fyrir KR um miðbik fyrir hálfleiks og leiddu Vesturbæingar í rúman klukkutíma eða þar til varamaðurinn Stefan Alexander Ljubicic jafnaði metin með skoti eftir atgang í teig KR. Áfram heldur dapurt gengi KR á heimavelli og HK er á fram án sigurs í deildinni.

Á Domusnova vellinum komust FH-ingar yfir á 21. mínútu þegar fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson kom þeim yfir, tæpt var það þó að boltinn væri kominn yfir línuna. Sævar Atli Magnússon jafnaði leikinn mínútu seinna og staðan jöfn í hléi.

Sævar Atli kom Leikni yfir á 58. mínútu og þar við sat. Annar heimasigur Leiknis í röð og annað tap FH í röð staðreynd.

Í Vikinni voru heimamenn betri aðilinn í fyrri hálfleik en gestirnir fóru marki yfir til búningsherbergja. Fyrirgjöf Djair fór af Nikolaj Hansen og þaðan í netið.

Nikolaj jafnaði leikinn á 81. mínútu og Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir á 86. mínútu. Gestirnir voru allt annað en kátir með það mark þar sem þeir vildu fá að skipta inn á í kjölfar meiðsla Dags Dans sem fékk höfuðhögg. Helgi skoraði á meðan gestirnir voru tíu inn á vellinum og var stutt í að syði upp úr á hliðarlínunni.

„Það er hægt að sjóða egg á höfðinu á bæði Atla Sveini og Ólafi Stígs, gjörsamlega trylltir eftir þetta mark hjá Víkingum áðan!" skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu frá leiknum.

Fylki tókst að jafna á 89. mínútu þegar varamaðurinn Nikulás Val kom fyrirgjöf varmannsins Birkis Eyþórssonar í netið með skalla. Jafntefli niðurstaðan í Víkinni!

KR 1 - 1 HK
1-0 Atli Sigurjónsson ('21 )
1-1 Stefan Alexander Ljubicic ('84 )
Lestu um leikinn

Leiknir R. 2 - 1 FH
0-1 Matthías Vilhjálmsson ('21 )
1-1 Sævar Atli Magnússon ('22 )
2-1 Sævar Atli Magnússon ('58 )
Lestu um leikinn

Víkingur R. 2 - 2 Fylkir
0-1 Djair Terraii Carl Parfitt-Williams ('43 )
1-1 Nikolaj Andreas Hansen ('81 )
2-1 Helgi Guðjónsson ('86 )
2-2 Nikulás Val Gunnarsson ('89 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner