Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. maí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid hlustar á tilboð í Bale og Hazard
Eden Hazard var keyptur fyrir tveimur árum frá Chelsea.
Eden Hazard var keyptur fyrir tveimur árum frá Chelsea.
Mynd: EPA
Real Madrid mun hlusta á tilboð í Eden Hazard og Gareth Bale í sumar. Sky Sports segir frá þessu.

Hazard hefur aðeins skorað fimm mörk frá því hann var keyptur frá Chelsea fyrir tveimur árum síðan. Að sögn Sky þá borgaði spænska stórveldið fyrir hann allt að 130 milljónir punda.

Hazard hefur verið mikið meiddur og ekki náð að sýna sínar bestu hliðar, langt því frá.

Real Madrid hefur áhuga á því að kaupa stórstjörnurnar Erling Braut Haaland og Kylian Mbappe í sumar, og þarf að selja leikmenn í ljósi þess að það verður ekkert að Ofurdeildinni.

Gareth Bale var á láni hjá Tottenham á tímabilinu og hann er ekki í plönum Madrídinga. Samningur hans á Spáni rennur út 2022.

Real Madrid endaði tímabilið án titils og mun einnig hlusta á tilboð í fleiri leikmenn, eins og til dæmis Luka Jovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner