Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. maí 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo ræðir við Juventus - Ekki mörg félög sem hafa efni á honum
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo mun ræða við Juventus um framtíð sína í sumar. Portúgalska ofurstjarnan á eitt ár eftir af samningi sínum og hefði hann verið á förum frá ítalska stórliðinu ef það hefði misst af Meistaradeildarsæti.

Juventus rétt náði Meistaradeildarsæti; með því að vinna Bologna í lokaumferðinni á sama tíma og Napoli gerði jafntefli við Hellas Verona. Juventus endaði með einu stigi meira en Napoli.

Það er spurning hvort Ronaldo taki eitt tímabil með Juventus í viðbót eða verði á faraldsfæti í sumar.

Ronaldo var markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar en hann var geymdur á bekknum í lokaleiknum þar sem allt var undir. Það þótti skrýtin ákvörðun en Juventus sagði að stórstjarnan hefði verið „þreytt".

Hinn 36 ára gamli Ronaldo kostar Juventus 52 milljónir punda á tímabili og það eru ekki mörg félög sem hafa efni á honum.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Manchester United og Sporting Lissabon, þar sem hann fór ferilinn. Paris Saint-Germain gæti þá hugsanlega leita til hans ef Kylian Mbappe ákveður að söðla um í sumar.

Sjá einnig:
Sögulegur áfangi hjá Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner