Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. maí 2021 08:10
Elvar Geir Magnússon
Sancho í forgangi hjá Solskjær
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn, það er komið að slúðurpakkanum sívinsæla. Nú er málið að fá sér eina Powerade og skoða það helsta sem ensku götublöðin eru að matreiða. BBC tók saman.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að honum gæti ekki verið meira sama þó Spánverjinn Mateu Lahoz dæmi úrslitaleik Manchester City og Chelsea í Meistaradeildinni. Lahoz gaf Guardiola brottvísun í 8-liða úrslitunum 2018. (BBC)

Borussia Dortmund hefur sagt enska vængmanninum Jadon Sancho (21) að hann geti yfirgefið félagið í sumar. (Bild)

Ole Gunnar Solskjær hefur gert Sancho að forgangskaupum hjá Manchester United í sumar, þrátt fyrir að nokkrir leikmenn hans vilji ólmir fá Jack Grealish (25) til liðsins. (Telegraph)

Einhverjir innan Tottenham telja að félagið eigi að reyna að fá Mauricio Pochettino til að taka aftur við liðinu. Pochettino, sem er stjóri Paris St-Germain, gæti verið opinn fyrir endurkomu. (Independent)

Tottenham hyggst selja enska miðjumanninn Dele Alli (25). (Football Insider)

Óskarsverðlaunateymi ætlar að gera kvikmynd um Jamie Vardy (34), sóknarmann Leicester. (Mirror)

West Ham óttast að Manchester United gefi sér ekki færi á að kaupa Jesse Lingard (28) alfarið. (Sun)

Juventus er opið fyrir því að selja velska miðjumanninn Aaron Ramsey. (Calciomercato)

Barcelona er að búa sig undir að bjóða Ousmane Dembele (24) nýjan samning. Frakkinn rennur út á núgildandi samningi 2022. (Mundo Deportivo)

Barcelona og Bayern München eru bæði að reyna að fá hollenska miðjumanninn Georginio Wijnaldum (30) á frjálsri sölu frá Luverpool. (Sky Sports)

Leeds United hefur átt í viðræðum varðandi hollenska vængmanninn Noa Lang (21) sem hefur hjálpað Club Brugge að vinna belgíska meistaratitilinn á þessu tímabili. Lang var á lánssamningi frá Ajax. (Mail)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir það ljóst að hann muni biðja um pening til leikmannakaupa í sumar. Forgangsatriði verður að reyna að kaupa Joe Willock (21) sem fór á kostum á lánssamningi frá Arsenal. (Chronicle)

Newcastle vill fá franska miðjumanninn Olivier Ntcham (25) frá Celtic. Hann hefur verið á láni hjá Marseille. (Football Insider)

Ástralski markvörðurinn Mat Ryan (29) hefur sagt að hann gæti verið lengur hjá Arsenal en lánssamningur hans frá Brighton er runninn út. (Mail)

AC Milan er nálægt því að fá franska markvörðinn Mike Maignan (25) frá Lille. Gianluigi Donnarumma (22) er mögulega á förum frá liðinu. (Sky Italia)

Samningur tyrkneska landsliðsmannsins Hakan Calhanoglu (27) við AC Milan rennur út í sumar en leikmaðurinn segist ekki vera búinn að ákveða framtíð sína. Hann vilji einbeita sér að EM. (Fotomac)

Luis Suarez (34) segir að hann verði áfram hjá Spánarmeisturum Atletico Madrid. Úrúgvæski sóknarmaðurinn hefur verið orðaður við endurkomu til Liverpool. (Liverpool Echo)

Wolves er í viðræðum við Bruno Lage um að taka við liðinu. Lage hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Benfica á síðasta ári. (Telegraph)
Athugasemdir
banner