Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. maí 2021 20:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Kára vera búinn að draga sig úr landsliðshópnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason er búinn að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi landsliðsverkefni ef marka má heimildir Guðmundar Benediktssonar.

Guðmundur sagði frá þessu í hálfleik á leik Víkings og Fylkis sem nú er í gangi. Kári er fyrirliði Víkings í leiknum og var einn af 34 leikmönnum sem valdir voru í landsliðsverkefnið gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi.

Kári var einn af sjö leikmönnum úr Pepsi Max-deildinni sem voru valdir í hópinn.

Kári á að baki 89 landsleiki og hefur skorað sex mörk.

Kári var spurður út í landsliðið í viðtali á föstudag, það viðtal má hlusta á hér að neðan.
Kári Árna: Ætla ekki að fara að gefa upp okkar leyndarmál
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner