þri 25. maí 2021 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Skrítið að leikmenn úr deildinni séu valdir á þessum tímapunkti"
Brynjar Björn (til vinstri)
Brynjar Björn (til vinstri)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var til viðtals hér á Fótbolti.net eftir leik KR og HK í kvöld. Stefán Marteinn Ólafsson var spyrill Fótbolta.net.

Brynjar var spurður út í komandi landsliðsverkefni og hvort HK vilji fresta leiknum sínum gegn Leikni á sunnudag, mögulega til að minnka álag.

„Hvorki við né Leiknir erum með leikmenn í hópnum og ég sé enga ástæðu til að fresta þeim leik. Eðlilegt að liðin sem eru með leikmenn í hópnum fresti sínum leikjum," sagði Brynjar.

„Mér finnst æfingaleikur á þessum tíma... það er nógu erfitt að koma þessu móti fyrir og finnst mér svolítið skrítið að vera taka of marga leikmenn úr deildinni. Ekkert út á leikmenn að setja heldur að það sé leikur á þessum tíma og það séu valdir leikmenn úr deildinni," sagði Brynjar.

Framundan eru landsleikir gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Leikurinn gegn Mexíkó er utan landsleikjaglugga og því félögum frjálst að meina leikmönnum að fara í þá leiki. Sjö leikmenn í Pepsi Max-deildinni voru valdir en Kári Árnason hefur dregið sig úr landsliðshópnum.

Leik KR og HK lauk með jafntefli og sem fyrr segir er leikjadagskráin sett þannig upp að HK mætir Leikni á sunnudag í 7. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan.
Brynjar Björn: Erum á réttri leið með þetta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner