Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona gekk spáin í enska - West Ham upp og Sheffield United niður
Moyes fer glaður inn í sumarið.
Moyes fer glaður inn í sumarið.
Mynd: Getty Images
Sheffield United átti skelfilegt tímabil.
Sheffield United átti skelfilegt tímabil.
Mynd: Getty Images
Starfsmenn Fótbolta.net spáðu í ensku úrvalsdeildina í september á síðasta tímabili áður en deildin hófst.

Tímabilið kláraðist um síðustu helgi og það er athyglisvert að skoða spána núna.

Starfsmennirnir spáðu rétt fyrir um Englandsmeistara og fyrir um hvaða lið myndu ná Meistaradeildarsæti, þó að Liverpool hafi verið spáð fyrir ofan Manchester United.

West Ham hoppaði mest upp. Liðinu var spáð 14. sæti en undir stjórn David Moyes endaði liðið að lokum í sjötta sæti. Frábær árangur. Aston Villa kom einnig mikið á óvart með því að hoppa upp í 11. sæti en liðinu var spáð falli.

Það lið sem fór mest niður á við var Sheffield United. Liðið var spútnikliðið í fyrra og það var mikil trú á liðinu fyrir þetta tímabil. Það fór hins vegar allt í vaskinn í Sheffield og liðið fékk að kenna á hinu fræga 'second season syndrome'. Úlfarnir og Burnley fóru líka mikið niður á við í spánni eins og sjá má hér að neðan.

Lokastaðan í deildinni:
1. Man City (spáð 1. sæti) | 0
2. Man Utd (spáð 3. sæti) | +1
3. Liverpool (spáð 2. sæti) | -1
4. Chelsea (spáð 4. sæti) | 0
5. Leicester (spáð 7. sæti) | +2
6. West Ham (spáð 14. sæti) | +8
7. Tottenham (spáð 6. sæti) | -1
8. Arsenal (spáð 5. sæti) | -3
9. Leeds (spáð 13. sæti) | +4
10. Everton (spáð 9. sæti) | -1
11. Aston Villa (spáð 18. sæti) | +7
12. Newcastle (spáð 16. sæti) | +4
13. Wolves (spáð 8. sæti) | -5
14. Crystal Palace (spáð 15. sæti) | +1
15. Southampton (spáð 10. sæti) | -5
16. Brighton (spáð 17. sæti) | +1
17. Burnley (spáð 12. sæti) | -5
18. Fulham (spáð 19. sæti) | +1
19. West Brom (spáð 20. sæti) | +1
20. Sheffield United (spáð 11. sæti) | -9
Athugasemdir
banner
banner
banner