Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær úr Breiðabliki að fara í einn virtasta háskóla heims
Áslaug Munda er landsliðskona og ein af bestu leikmönnum Pepsi Max-deildarinnar.
Áslaug Munda er landsliðskona og ein af bestu leikmönnum Pepsi Max-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks eru á leið í Harvard háskólann í Bandaríkjunum.

Þar munu þær spila fótbolta samhliða háskólanámi. Harvard er einn virtasti háskóli í heimi og er það magnað afrek að fá þar inngöngu.

Um er að ræða þær Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Hildi Þóru Hákonardóttur.

Áslaug Munda verður tvítug á árinu en hún getur spilað sem bakvörður og kantmaður. Hún er ein af bestu leikmönnum Pepsi Max-deildarinnar og landsliðskona.

Hildur Þóra er nýorðin tvítug og lék afskaplega vel í vörninni hjá Blikum á síðustu leiktíð. Hún á að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Þær mun fara í Harvard síðar á þessu ári og klára því ekki tímabilið með Kópavogsfélaginu.

Fótbolti.net óskar þeim báðum til hamingju.


Athugasemdir
banner
banner