mán 25. júní 2018 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Aron: Skiptir engu máli hvaða lönd við skiljum eftir
Icelandair
Aron Einar og Messi takast í hendur fyrir leikinn.
Aron Einar og Messi takast í hendur fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar við komumst áfram þá skiptir engu máli hvaða lönd við skiljum eftir," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins kokhraustur á fréttamannafundi landsliðsins á Rostov leikvanginum í Rostov við Don.

Ísland leikur þar síðasta leik sinn í D-riðli Heimsmeistaramótsins gegn Króatíu á morgun klukkan 18:00.

Aron Einar var spurður að því hvort leikmenn hugsi eitthvað til þess að fari Ísland áfram þá skilji þeir stórþjóð Argentínu eftir heima. Hann sagðist lítið vera að spá í því.

„Við ætlum að reyna að komast áfram og skilja þar með Argentínu og Nígeríu eftir. Það er mikil trú á verkefnið og við höfum alltaf trú á okkur sjálfum og við höfum undirbúið okkur vel fyrir þennan leik. Núna eru það leikmennirnir sem þurfa að gefa allt í þetta verkefni. Hitt skiptir okkur ekki miklu máli," sagði Aron Einar.
Athugasemdir
banner
banner