Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júní 2018 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego heldur í vonina: Ísland getur unnið Króatíu aftur
Icelandair
Diego Jóhannesson er á mála hjá Real Oviedo í spænsku B-deildinni. Hann kom við sögu í 32 af 42 leikjum Oviedo á síðasta tímabili. Liðið var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni.
Diego Jóhannesson er á mála hjá Real Oviedo í spænsku B-deildinni. Hann kom við sögu í 32 af 42 leikjum Oviedo á síðasta tímabili. Liðið var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Diego Jóhannesson, sem á þrjá landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið, fylgist vel með gangi mála á HM í Rússlandi. Diego er fæddur og uppalinn á Spáni og leikur með Real Oviedo í B-deildinni þar í landi - hann spilar í stöðu hægri bakvarðar. Diego styður Spán og Ísland á Heimsmeistaramótinu.

Eftir tap gegn Nígeríu síðastliðinn föstudag er staða Íslands fyrir lokaumferðina í D-riðli erfið. Ísland þarf að vinna Króatíu og treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu. Nígería má ekki vinna þann leik ef Ísland á að fara áfram.

„Ég vona auðvitað að Ísland fari áfram, en þetta er erfitt núna þar sem þeir þurfa að treysta á önnur lið," sagði Diego í samtali við Fótbolta.net.

Ísland mætir Króatíu annað kvöld og Diego, sem er 24 ára, hefur fulla trú á því að Íslandi geti unnið þann leik.

„Ísland getur unnið Króatíu, Íslendingar hafa unnið Króata áður og ættu að geta gert það aftur," sagði Diego.

Birkir Már Sævarsson á hægri bakvarðarstöðuna hjá Íslandi í dag en hann er farinn að spila í Pepsi-deildinni og því efalaust ekki langt í að einhver annar taki stöðu hans. Diego er klárlega kandídat í það. Diego er að læra ensku til að auðvelda samskipti ef hann fær fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu.

Diego er aðeins 24 ára eins og áður kemur fram. Það er ekki langt síðan hann þreytti frumraun sína með Íslandi en hann fékk gagnrýni fyrir frammistöðu sína í æfingaferð landsliðsins í Katar í nóvember á síðasta ári. Hans síðustu landsleikir komu í Katar en ef hann spilar vel með Oviedo og nær góðum tökum á ensku, og jafnvel íslensku síðar meir, þá mun hann pottþétt fá fleiri tækifæri.

Diego ætlar að horfa á leikinn á morgun heima í stofu en það er aldrei að vita nema hann verði með ef Ísland kemst aftur á stórmót. Það er eitthvað sem verður að koma í ljós með seinna.
Athugasemdir
banner
banner