mán 25. júní 2018 14:15
Magnús Már Einarsson
Fá að vita stöðuna í hinum leiknum ef á þarf að halda
Icelandair
Heimir fær skilaboð á bekkinn.
Heimir fær skilaboð á bekkinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland þarf sigur á morgun.
Ísland þarf sigur á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarateymi íslenska landsliðsins fær upplýsingar um stöðuna í leik Argentínu og Nígeríu á meðan á leiknum gegn Króatíu stendur í Rostov við Don á morgun.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 18:00 en Ísland, Argentína og Nígería eru að keppast um að fylgja Króatíu í 16-liða úrslit. Nígería er með þrjú stig fyrir leiki kvöldsins en Ísland og Argentína eitt stig.

Ef Ísland vinnur Króatíu þarf liðið að treysta á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nigeríu til að komast áfram. Nígería má ekki vinna þann leik. Ef Ísland vinnur og Níería ekki þá er farið yfir markatölu ef tvö lið enda jöfn.

„Eina sem skiptir máli er að við gerum okkar. Við þurfum að gefa allt í það. Auðvitað fær þjálfarinn upplýsingar að því hvernig staðan er í hinum leiknum og hefur alltaf verið svoleiðis," sagði Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundi í dag.

„Við inni á vellinum þurfum bara að hugsa um okkur og getum ekki farið fram úr okkur. Við erum að fara spila á móti frábæru liði Króatíu og síðan vonum við það besta."

Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, tók undir þessi orð en þeir Freyr Alexandersson og Dagur Sveinn Dagbjartsson, stafsmenn KSÍ, verða upp í stúku með augu á leik Argentínu og Nígeríu.

„Ég er sammála Aroni. Það er nógu erfitt verk að fara í leik og reyna að vinna Króatíu. Það eitt og sér er nógu stórt verkefni til að fókusa á. Við erum með samskiptabúnað við menn upp í stúku sem eru að horfa á leikina og vita stöðuna í þessu öllu. Við ætlum að reyna að fókusa sem mest á leikinn okkar á bekknum. Ef við þurfum að fá upplýsingar um eitthvað sem er að breytast þá fáum við þær."

Ljóst er að stuðningsmenn Íslands fylgjast líka með leik Argentínu og Nígeríu á morgun. „Ég reikna líka með því að áhorfendur fylgist með og við fáum kannski læti ef eitthvað gerist," sagði Aron Einar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner