Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 25. júní 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Fjórar breytingar og aftur nýtt kerfi hjá Argentínu?
Icelandair
Higuain kemur inn í framlínuna fyrir Sergio Aguero samkvæmt spá argentínskra fjölmiðla.
Higuain kemur inn í framlínuna fyrir Sergio Aguero samkvæmt spá argentínskra fjölmiðla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentínskir fjölmiðlar reikna með miklum breytingum á byrjunarliðinu eftir 3-0 tapið gegn Króatíu á fimmtudaginn. Ýmislegt hefur gengið á hjá Argentínu á HM og Jorge Sampaoli landsliðsþjálfari hefur verið gagnrýndur mikið af fjölmiðlum og stuðningsmönnum.

Orðrómur hefur verið um að Sampaoli hafi misst völdin og að Lionel Messi og Javier Mascherano velji byrjunarliðið gegn Nígeríu á morgun.

Argentína getur ennþá komist áfram í 16-liða úrslit en til þess þarf liðið að vinna Nígeríu og treysta á að Ísland vinni ekki Króatíu. Argentína kemst einnig áfram ef liðið vinnur stærri sigur á Nígeríu heldur en Ísland vinnur Króatíu.

Willy Caballero gerði hörmulegt mistök í fyrsta marki Króata á fimmtudag og fjölmiðlar telja að Francesco Armani komi í markið í hans stað.

Argentína spilaði 4-2-3-1 í fyrsta leik gegn Íslandi en gegn Króötum var farið í 3-5-2. Dagblaðið Olé segir að Argentína fari í hefðbundið 4-4-2 á morgun.

Armani kemur í markið og inn í liðið koma einnig Ever Banega, Angel Di Maria og Gonzalo Higuain.

Auk Caballero fara Maximilliano Meza, Enzo Perez og Sergio Aguero á bekkinn samkvæmt frétt Olé. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið að mati Olé.
Athugasemdir
banner