Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júní 2018 10:24
Magnús Már Einarsson
Heimir: Höldum alltaf að við vinnum Eurovision
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blaðamaður Guardian spurði að því á fréttamannafundi í dag af hverju Íslendingar séu alltaf svona bjartsýnir. Ísland þarf sigur gegn Króatíu í Rostov á morgun til að eiga séns á að fara áfram í 16-liða úrslit.

Trúin í hópnum er góð og leikmenn eru staðráðnir í að ná sigri gegn Króatíu á morgun. Blaðamaðurinn spurði út í bjartsýnina í íslenska hópnum.

„Þetta er í genunum. Við höldum alltaf að við vinnum Eurovision en förum aldrei í úrslit þar," sagði Heimir léttur í bragði.

„Það er sama hér. Við höldum að vinnum alla leiki og þó við töpum þá höldum við að við vinnum næsta leik. Það er í genunum að vera jákvæðir."

Ísland mætir Króatíu klukkan 18:00 annað kvöld í Rostov við Don en einungis sigur dugir til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner