Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júní 2018 16:01
Ingólfur Páll Ingólfsson
HM: Úrúgvæ vann Rússa og Sádí-Arabía lagði Egypta
Suarez fagnar í dag.
Suarez fagnar í dag.
Mynd: Getty Images
El-Hadary ver hér fyrri vítaspyrnu leiksins.
El-Hadary ver hér fyrri vítaspyrnu leiksins.
Mynd: Getty Images
Úrslitin eru ljós í A-riðli þar sem Úrúgvæ hirti toppsæti riðilsins eftir sigur á Rússlandi í dag.

Úrúgvæ komst yfir strax á 10. mínútu með marki Suarez úr aukaspyrnu. Á 23. mínútu varð Denis Cheryshev fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar skot Laxalt fór í hann og framhjá Akinfeev í marki Rússlands sem var þegar farinn í hina áttina.

Útlitið varð síðan ekkert skárra þegar Smolnikov fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 37.mínútu. Úrúgvæ var töluvert öflugra í síðari hálfleik en þriðja markið kom ekki fyrr en á 90. mínútu þegar boltinn féll fyrir fætur Edison Cavani eftir að Akinfeev hafði varið skalla Godin.

Í hinum leik dagsins spilaði Egyptaland gegn Sádí-Arabíu í leik sem skipti litlu máli þar sem bæði lið voru úr leik. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir þær sakir að El-Hadary varð bæði elsti leikmaður í sögu lokakeppni heimsmeistaramótsins auk þess sem hann varð elsti markmaðurinn til þess að verja vítaspyrnu í lokakeppni HM.

Mohamed Salah skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu. Salah tók þá niður langa sendingu El Said og lyfti knettinum yfir markmann Sádí-Arabíu.

Á 39.mínútu fengu Sádí-Arabar víti eftir að Ahmed Fathy handlék boltann innan teigs. Þá var komið að El-Hadary sem gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Al Muwallad. Sádí-Arabar fengu hinsvegar aðra vítaspyrnu undir lok uppbótartímans og í þetta skipti kom El-Hadary engum vörnum við. Al Faraj steig á punktinn og skoraði örugglega.

Það leit allt út fyrir jafntefli en á lokasekúndum leiksins skoraði Salem Al-Dawsari fyrir Sádí-Arabíu og tryggði liðinu sigur. Egyptar enda því mótið í neðsta sæti riðilsins án stiga, eitthvað sem var ekki búist við fyrir mót. Það kemur í ljós síðar í dag hverjum Rússar og Úrúgvæ mæta í 16-liða úrslitum en Sádí-Arabía og Egyptar eru hinsvegar á heimleið.

Úrúgvæ 3 - 0 Rússland
1-0 Luis Suarez ('10 )
2-0 Denis Cheryshev ('23 , sjálfsmark)
3-0 Edinson Cavani ('90 )
Rautt spjald:Igor Smolnikov, Russia ('36)

Sádí Arabía 2 - 1 Egyptaland
0-1 Mohamed Salah ('22 )
0-1 Fahad Al Muwallad ('41 , Misnotað víti)
1-1 Salman Al Faraj ('45 , víti)
2-1 Salem Al Dawsari ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner