mán 25. júní 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Króatar unnu Spánverja án lykilmanna á EM
Icelandair
Króatar eru með mikla og góða breidd.
Króatar eru með mikla og góða breidd.
Mynd: Getty Images
Reiknað er með að Króatar geri margar breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils á HM. Liðin mætast í Rostov klukkan 18:00 annað kvöld.

Marcelo Brozovic er í leikbanni og þeir Mario Mandzukic, Ivan Rakitic, Anti Rebic og Sime Vrsjalko eru allir einu gulu spjaldi frá leikbanni. Líklegt er að þeir verði allir hvíldir gegn Íslandi.

„Við þurfum að passa okkur því við erum með leikmenn á gulu spjaldi svo ég mun breyta liðinu. Ég mun ekki láta þá byrja sem eru á gulu spjaldi því það er of mikil áhætta. Það eru 22 leikmenn sem geta spilað," sagði Dalic um helgina.

Króatar eru með mjög góða breidd í hópnum og það sýndi sig til að mynda á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Króatía og Spánn mættust þá í lokaumferð D-riðils en bæði lið voru komin áfram fyrir leikinn.

Ante Cacic, þáverandi landsliðsþjálfari Króatíu, gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu gegn Spáni og hvíldi meðal annars Luka Modric og Mario Mandzukic sem voru tæpir vegna meiðsla.

Króatar unnu þrátt fyrir það leikinn 2-1 en Nikola Kalinic og Ivan Perisic skoruðu mörkin. Kalinic var sendur heim af HM á dögunum eftir að hann neitaði að koma inn á í leik gegn Nígeríu.

Sjá einnig:
Telja að Modric byrji gegn Íslandi
Gera Króatar 10 breytingar gegn Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner
banner