mán 25. júní 2018 14:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Lewandowski: Gæðin ekki nægileg í hópnum
Lewandowski og félagar hafa átt erfitt uppdráttar í Rússlandi.
Lewandowski og félagar hafa átt erfitt uppdráttar í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski sagði eftir leik Póllands gegn Kólumbíu þar sem liðið var slegið út að liðinu hefði einfaldlega skort þau gæði sam þarf til þess að komast áfram.

Pólland kom inn í heimsmeistaramótið sem það hæst skrifaða á styrkleikalista FIFA í sínum riðli. Liðið endaði hinsvegar á því að vera það fyrsta til þess að vera slegið út eftir ósannfærandi frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum.

Kannski er þetta allt sem við gátum gert. Verum hreinskilnir, það er ekki eins og við höfum rétt tapað. Við börðumst, gerðum okkar besta en gátum ekki gert neitt meira,” sagði Lewandowski.

Það var margt sem fór ekki eins og það átti í dag. Ég barðist, við börðumst en að berjast er ekki nóg til þess að vinna leik á heimsmeistaramóti, þú verður líka að hafa gæðin og við höfðum ekki nóg af þeim.”

Pólland leiddi riðill sinn í undankeppninni næstum frá byrjun, vann átta leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einu sinni. Taktík liðsins gegn Kólumbíu virtist vera að senda langa bolta á Lewandowski sem þurfti oft að fara aftar á völlinn í von um að fá meiri þjónustu.

Pólland lýkur keppni næstkomandi fimmtudag er liðið mætir Japan kl 14:00. Hin þrjú lið riðilsins eru hinsvegar í harðri baráttu um sætin tvö sem veitir þátttöku í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner