Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júní 2018 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Var þetta rautt á Ronaldo?
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo átti ekki sinn besta dag þegar Portúgal og Íran gerðu 1-1 jafntefli á HM í Rússlandi.

Portúgal er komið í 16-liða úrslit HM en var hársbreidd frá því að detta úr leik. Íran fékk dauðafæri undir lok leiksins en Mehdi Taremi skaut fram hjá úr dauðafæri.

Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar lítið var eftir var að hann margra mati heppinn að sleppa við rautt spjald.

Ronaldo setti olnbogann í andlit varnarmanns Írans þegar hann hljóp fram hjá honum. Dómarinn leit á atvikið á myndbandi (VAR) og gaf Ronaldo í kjölfarið gult spjald, ekki rautt.

Dæmi hver fyrir sig en myndband má sjá með því að smella hér













Athugasemdir
banner
banner
banner