Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. júní 2018 23:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúrik og Birkir Bjarna til Tyrklands?
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Rúrik Gíslason eru í dag orðaðir við tyrkneska félagið Trabzonspor hjá tyrkneska fjölmiðlinum Takvim.

Ozkan Sumer, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, hefur víst mikinn áhuga á Birki og Rúrik og ætlar að reyna að næla í því þegar Ísland lýkur þáttöku á HM.

Birkir er á mála hjá Aston Villa í Championship-deildinni á Englandi og Rúrik er hjá Sandhausen í þýsku B-deildinni.

Rúrik skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Sandhausen, en hann var í lykilhlutverki þar eftir áramót.

Birkir var nálægt því að fara frá Aston Villa í janúar en var áfram og fékk að spila meira eftir áramót og stóð sig mjög vel á miðjunni. Ef Villa getur lofað honum að hann hann fái að spila mikið á næsta tímabili þá er hann eflaust til í að vera þar áfram en hver veit nema hann endi í Tyrklandi, kannski ásamt Rúrik.

Ísland er að spila á morgun við Króatíu á HM í Rússlandi. Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni. Ísland þarf sigur til þess að eiga möguleika á því að fara áfram og við þurfum einnig að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu sem er á sama tíma. Argentína þarf helst að vinna þann leik en ekki með of stórum mun.

Birkir mun byrja leikinn en Rúrik mun líklega fara aftur á bekkinn eftir að hafa byrjað síðasta leik gegn Nígeríu.

Sjá einnig:
Kári segir að öllu óbreyttu spili hann í Pepsi eftir HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner