Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 25. júní 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shearer aldrei verið eins nálægt því að blóta í beinni
Ekki sáttur með VAR
Shearer starfar sem sérfræðingur í sjónvarpi fyrir BBC Sport.
Shearer starfar sem sérfræðingur í sjónvarpi fyrir BBC Sport.
Mynd: Getty Images
Myndbandsdómgæsla var í aðalhlutverki þegar Portúgal og Íran gerðu 1-1 jafntefli á HM í Rússlandi í kvöld.

Leikurinn var mikið stopp þar sem dómari leiksins, Enrique Caceres frá Paragvæ, ráðfærði sig oft og mörgum sinnum við myndbandsdómara (VAR).

Hann dæmdi tvær vítaspyrnur og ráðfærði sig einnig við myndbandsdómara þegar hann gaf Cristiano Ronaldo gult spjald.

Alan Shearer, fyrrum sóknarmaður Newcastle, er allt annað en sáttur með VAR sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki á meðan HM hefur verið í gangi.

„Ég hef aldrei verið eins nálægt því að blóta í beinni útsendingu. Það sem ég vildi segja er að VAR er algjört kjaftæði," sagði Shearer sem var að vinna í sjónvarpi í kringum leikinn.

VAR hefur verið mikið rætt að undanförnu og eru margir sem eru ánægðir með kerfið en aðrir sem eru mjög óánægðir. Shearer er í seinni hópnum.



Athugasemdir
banner
banner
banner