Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 25. júní 2018 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þjálfari Íran: Við höfum engu að tapa
Carlos Queiroz landsliðsþjálfari Íran.
Carlos Queiroz landsliðsþjálfari Íran.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð B-riðils á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi fer fram í dag þar sem Spánn mætir Marokkó og Íran mætir Portúgal.

Íran á enn möguleika á að fara áfram í 16-liða úrslitin en til þess að það gerist verða þeir að vinna Portúgal í dag. Landsliðsþjálfari þeirra kemur frá Portúgal og heitir Carlos Queiroz, hann á von á erfiðum leik í dag.

„Leikirnir gegn Marokkó og Spáni voru erfiðir, en ég á von á erfiðari leik gegn Portúgal. Við vissum það fyrir mótið að við myndum ekki mæta neinu auðveldu liði hérna."

„Ekki einu sinni í draumi gátu leikmenn mínir ímyndað sér að einn daginn myndu þeir mæta Cristano og öllum hinum frábæru leikmönnum Portúgals, þeir eru mjög spenntir."

„Við munum gera okkar besta, við munum berjast frá fyrstu mínútu. Við höfum engu að tapa en þeir öllu," sagði hinn 65 ára gamli Carlos Queiroz landsliðsþjálfari Íran.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner