Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 25. júní 2018 19:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Króata: Berum virðingu fyrir Íslandi og leikstílnum
Icelandair
Zlatko Dalic á æfingu Króata í Rostov í kvöld.
Zlatko Dalic á æfingu Króata í Rostov í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu. Þessi lið mætast í fimmta skipti á síðustu fimm árum þegar þau eigast við í Roston við Don annað kvöld.

„Við berum virðingu fyrir Íslandi og leikstíl þeirra. Þeir enduðu á toppi riðilsins í undankeppnina. Við þekkjum þá vel. Þetta er erfiður andstæðingur," sagði Zlatko á fréttamannafundi í dag.

Gernt Rohr, þjálfari Nígeríu, sagði eftir sigurinn gegn Íslandi að lykillinn að því að vinna sé að ná skyndisóknum. Er það eitthvað sem Króatar ætla að reyna á morgun gegn Íslandi?

„Við erum með okkar leikstíl. Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur," sagði Zlatko á fundinum í dag.

„Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að verjast löngum sendingum og föstum leikatriðum sem eru styrkleikar Íslands."

„Við þurfum að nota okkar leikstíl og halda boltanum. Við þurfum að vera þéttir og fljótir í vörninni. Síðan þurfum við að ógna. Þetta verður ekki auðvelt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner