Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júní 2018 19:00
Arnar Daði Arnarsson
Vill að Rúrik sé virkari á Instagram
Icelandair
Nýjasta mynd Rúriks á Instgram er tekin af Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara Fótbolta.net.
Nýjasta mynd Rúriks á Instgram er tekin af Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardagskvöldið fékk Rúrik Gíslason leikmaður íslenska landsliðsins og Sandhausen í Þýskalandi fylgjanda númer milljón á Instagram reikningi sínum.

Þær Brennslu-bræður, Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson á FM957 fengu Manúelu Ósk Harðardóttur, samskiptamiðlastjörnu í spjall til sín í morgun og ræddu við hana um þennan merkilega áfanga. Sjálf er Manúela með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Instagram.

„Þetta er rosalegt, ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Ég hef held ég bara aldrei séð annað eins og ég hef haft mikið gaman af því að fylgjast með þessu. En að öllu grínu slepptu þá er þetta svakalegt og þetta er svakalegt stökk á ótrúlega stuttum tíma. Fólk hefur oft mikið fyrir því að ná svona fylgjendatölum en nær því samt aldrei og það er fólk út í heimi með færri fylgjendur en Rúrik sem þarf ekki einu sinni að vinna og hefur Instagram sem sína tekjulind, svo þetta er rosalegt."

„Hann hefur allan pakkann. Það er einhver sjarmi sem maður sér ekkert rosalega oft," sagði Manúela en bætti þó við að núna vildi hún sjá hann virkari á Instagram og vildi að hann myndi sinna þeim fjölmörgu fylgjendum sínum um allan heim.

„En núna með þetta platform, hvað er hann að gera samt? Af hverju er ekki meira í gangi á Instagram? Það er það sem ég vil fá að sjá," sagði Manúela og setur nú pressu á landsliðsmanninn.

Viðtalið við Manúelu Ósk má heyra í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner