fim 25. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ber mikla virðingu fyrir leikmönnum og starfsfólki Tindastóls"
Gary í leik með ÍBV.
Gary í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV vann 7-0 sigur á Tindastóli þegar liðin mættust í Mjólkurbikar karla síðasta þriðjudag. ÍBV er í 1. deild, en Tindastóll í þeirri þriðju. Vestmannaeyingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit bikarsins.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum.

ÍBV er einfaldlega með betra eins og sést á lokatölunum í leiknum. Gary Martin skoraði þrennu fyrir ÍBV, en hann fór á samfélagsmiðla að leik loknum og hrósaði Tindastól fyrir góða frammistöðu.

„Ég ber mikla virðingu fyrir leikmönnum og starfsfólki Tindsatóls," skrifar Gary.

„Þeir komu til Eyja og spiluðu frábæran fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Þeir reyndu að skora og vinna leikinn, jafnvel þegar þeir voru þremur eða fjórum mörkum undir."

ÍBV er spáð efsta sæti Lengjudeildarinnar á meðan Stólunum er spáð sjötta sæti þriðju deildar.

Gary Martin: Þrenna er þrenna
Athugasemdir
banner
banner