fim 25. júní 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bild: Werner fær 270 þúsund evrur á viku
Mynd: Getty Images
Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner verður leikmaður Chelsea frá og með næsta tímabili eftir að enska félagið keypti hann af RB Leipzig fyrir tæplega 60 milljónir evra.

Þýski miðillinn Bild heldur því fram að Werner muni þéna um 270 þúsund evrur á vikur auk þess að fá rúmlega 11 milljónir í bónus við undirskriftina.

Árangurstengdar greiðslur geta hækkað laun Werner umtalsvert, en eins og staðan er núna mun hann fá um 15,5 milljónir evra í árslaun án árangurstengdra greiðslna.

Werner gæti orðið afar mikilvægur í sóknarleik Chelsea undir stjórn Frank Lampard. Það verður áhugavert að sjá hvort Lampard kjósi að nota Werner ásamt Tammy Abraham eða hvort þessir hæfileikaríku framherjar verði í beinni samkeppni um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner