Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. júní 2020 16:37
Elvar Geir Magnússon
Elfar Freyr hefur afplánun á þriggja leikja banni í kvöld
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Keflavík mætast í kvöld í Mjólkurbikarnum, 32-liða úrslitum. Flautað verður til leiks 19:15 á Kópavogsvelli.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Blikar eru búnir að vinna báða leiki sína í Pepsi Max-deildinni, gegn Gróttu og Fylki. Keflavík er með skemmtilegt lið sem spáð er góðu gengi í Lengjudeildinni og byrjaði tímabilið á 5-1 sigri gegn Aftureldingu.

Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Breiðabliks, afplánar fyrsta leik sinn af þremur í banni frá bikarkeppni KSÍ.

Hann mun fyrst fá að taka þátt í undanúrslitum í ár, ef Breiðablik nær að komast þangað. Spjöld í deild og bikar eru aðskilin.

Elfar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins gegn Víkingi R. í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra en hann átti ljóta tæklingu á Ágúst Eðvald Hlynsson.

Eftir að Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lyfti rauða spjaldinu missti Elfar stjórn á skapi sínu og tók spjaldið af honum og henti því á gervigrasið.
Athugasemdir
banner